Veeam

Veeam er afritunarlausn sem er ætluð til afritunar á sýndarnetþjónum, bæði fyrir VMware og Hyper-V umhverfi. Með hugbúnaði frá Veeam geta viðskiptavinir dregið úr kostnaði, áhættu og notið þeirrar hagræðingar að fullu sem fæst með því að keyra sýndarumhverfi. Viðskiptavinir Veeam eru nú yfir 230.000 um allan heim og bætast að meðaltali 600 nýir við í hverjum mánuði. 

Veeam Software, Inc. býður upp á fjölda lausna til reksturs á VMware ESX “virtual” umhverfum. Meðal lausna eru t.d. Veeam Backup & Replication, afritun og fjölföldunarkerfi; Veeam Reporter og Veeam Reporter Enterprise, skýrslutól til að fylgjast sjálfvirkt með og skrá upplýsingar um “virtual” umhverfi; Veeam Monitor; eftirlit og bilanagreining; Veeam One; ein heildarlausn til utanumhalds og reksturs á VMware ESX kerfum.

Árangur Veeam á sviði tækninýjunga má fyrst og fremst rekja til stefnu fyrirtækisins um nýsköpun, tæknilegrar sérþekkingar ásamt góðum tengslum við markaðinn, síendurteknum prófunum  og þróun á kerfum sem eru í boði. 

Svæði

Vefpóstur

Þekking

  • Urðarhvarfi 6 | 203 Kópavogur
  • Hafnarstræti 93-95 | 600 Akureyri