FOTOWARE

Myndræn gögn eru í flestum tilfellum á víð og dreif um fyrirtæki og stofnanir með tilheyrandi kostnaði. FotoWare er lausn sem auðveldar meðal annars vistun, skráningu, miðlun og aðgangsstýringu á myndrænum gögnum á einum miðlægum stað í góðu skipulagi.

Senda fyrirspurn

Síðan

1997

Yfir

600.000

notendur

Yfir

4.000

viðskiptavinir

Horfðu á myndbandið og sjáðu á 90 sekúndum hvernig FotoWare getur nýst þínu fyrirtæki.


Notendur geta fundið, deilt og endurnýtt myndir, myndbönd og skjöl á árangursríkan hátt með þeim eiginleika að geta sett viðeigandi lýsigögn á skrár sem eru settar inn.

FLÆÐI OG SKIPULAG SKRÁA SEM HENTA ÞÉR

FotoWare getur verið á því formi sem hentar þér. Sem skýjalausn (SaaS), á eigin netþjóni eða blanda af hvoru. Þannig nærðu að byggja upp eigin myndabanka sem fellur alveg að þínum þörfum.



Með API viðbótinni getur þú innleitt myndabankann í nær allar aðrar lausnir – einn miðlægur myndabanki fyrir aðgengi og afhendingu skráa. 

VEFLAUSN FYRIR HEILDAR YFIRSÝN

Vefviðmótið er það sem flestir nota við innsetningu, skráningu, uppflettingu og deilingu á myndrænum gögnum. Þar er hægt að setja upp ýmsar flokkanir og flæði efnis í gegnum efnisorðaskráningu (meta data) ásamt því að vera með albúm fyrir mismunandi tilgang.


Notendur í vefviðmóti hafa einnig möguleika að tengjast myndefninu í gegnum Word og Power Point ásamt Adobe Suite.


Aðgangsstýring er mjög góð til að stjórna hver hefur aðgang að hvaða safni og hvað hver má gera í hverju safni.

MEIRA FRELSI MEÐ FOTOWARE Í SNJALLTÆKJUM

FotoWare er með app fyrir snjalltæki sem keyrir á Android og iOS stýrikerfum. FotoWare smáforritið er eitt það fyrsta fyrir DAM lausnir þar sem allir eiginleikar frá veflausninni eru til staðar. Eiginleikar eins og að hlaða inn og skrá lýsigögn á skrár, finna efni og deila, nota aðgerðir og margt fleira.



Einstaklega þægilegt viðmót sem eykur notagildi lausnarinnar umtalsvert fyrir starfsfólk sem er mikið á ferðinni.

TIL STAÐAR ÞAR SEM ÞÚ ÞARFT MYNDEFNI

FotoWare Plugin gerir notendum kleift að nálgast myndefni í Microsoft Word, Microsoft Power Point, Adobe Photoshop, Adobe Illustrator og Adobe Indesign á einfaldan hátt.



Algjör nauðsyn svo ekki þurfi að fara á marga staði til að finna rétt myndefni í skjalið sem er verið að vinna með.

FJÖLMARGIR EIGINLEIKAR, MEIRI STJÓRNUN OG SKILVIRKARA VINNUFLÆÐI

FotoWare býður upp á fjölmarga eiginleika til að samþykkja myndefni, passa að lýsigögn séu til staðar, að myndefni sé GDPR samþykkt. Jafnframt myndbreyta þegar hlaðið er niður efni, unnið saman með innsetningu leiðbeiningar (annontation) ofl.

  • Aðgerðir
    • Fela skrá
    • Opnað skráningarform
    • Virkjað Metadata Macro
    • Virkjað vefkrækju (webhooks)
    • Farið á vefslóð í nýjum glugga
    • Tölvupóstur með viðhengi
    • Senda alltaf á tiltekin tölvupóstföng
    • Leyfa notanda að slá inn tölvupóstföng
    • Virkjað Metadata Macro
    • Virkjað fyrirfram skilgreinda breytingu á skrá (Processing Profile)

    Aðgerðum (actions) er hægt að aðgangsstýra og vera með aðgengilegt í mismunandi söfnum.

  • Myndvinnslu prófílar

    Með því að setja upp vinnslu prófíla (processing profiles) gefst notandanum tækifæri að hlaða niður myndefni í mismunandi útgáfum, allt eftir tilgangi notkunar.

  • SSO innskráning

    Tengjanlegt við Azure AD, SAML2, OneLogin, Active Directory og fleira.

  • Ríkur skráarstuðningur

    FotoWare styður við breytt svið skrártegunda ásamt því að lesa innihald Microsoft Office skráa og PDF skráa. Þannig verður innihald þessara tegund skrá leitarbært.

Meðal innlendra notenda

Hér má sjá dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem nota FotoWare til að halda utan um sín verðmætu stafrænu gögn.

Senda fyrirspurn
Share by: