Ráðgjöf

Ráðgjöf okkar í upplýsingatækni er margvísleg. Við treystum á áralanga reynslu sérfræðinga okkar á sviði upplýsingatækninnar og markviss og öguð vinnbrögð. Við getum tekið að okkur ráðgjöf varðandi flest svið upplýsingatækninnar og höfum aðstoðað flókin umbótaverkefni, veitt innkaupa- og öryggisráðgjöf. Hafðu endilega samband og kannaðu hvort við getum ekki veitt þér forskot til framtíðar með vandaðri ráðgjöf.

ÖRYGGISRÁÐGJÖF

Við stefnum að því að viðskipti við okkur séu besti kosturinn fyrir viðskiptavini og uppfylli væntingar þeirra með því að leggja áherslu á eftirfarandi:

  • að öll þjónusta sé unnin skipulega og faglega
  • að viðskiptavinurinn fái trausta og góða vöru á umsömdum tíma
  • að þekking og færni starfsmanna sé ávallt í samræmi við þarfir viðskiptavina
  • að skipulag fyrirtækisins tryggi stöðuga árvekni, framþróun og umbætur

Þetta kristallast í gildunum okkar; Fagmennska, Frumkvæði, Áreiðanleiki og Lipurð.

Við leggjum áherslu á gæði og öryggi í vinnubrögðum á öllum sviðum og nýtum okkur öryggisstaðalinn ISO-27001 til að halda utan um stöðuga framþróun og umbætur í upplýsingatæknisamfélaginu.

VERKEFNASTÝRING

Við höfum í gegnum tíðina tekið að okkur ótal fjölbreytt verkefni og stýrt stórum umbótaverkefnum bæði hjá okkar viðskiptavinum sem og fyrirtækjum sem treysta á reynslu okkar á sviði upplýsingatækni. Fyrirkomulag okkar í verkefnastýringu er þrautreynt og sérfræðingar okkar vanir að taka að sér flókin verkefni með litlum fyrirvara.

Svæði

Vefpóstur

Þekking

  • Urðarhvarfi 6 | 203 Kópavogur
  • Hafnarstræti 93-95 | 600 Akureyri