icon

Fjármálafyrirtæki

Við þekkjum þær áskoranir sem þú stendur frammi fyrir! Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku og öryggi í allri okkar þjónustu.

Öll okkar starfsemi eru ISO27001 vottuð. Við gefum engann afslátt þegar upplýsingaöryggi og rekstraröryggi okkar viðskiptavina er annars vegar.

Þið vinnið með mikið af mikilvægum og viðkvæmum gögnum. Þess vegna veitum við ykkur vandaða og ábyrga tölvuþjónustu þar sem upplýsingaöryggi og aðgengi gagna er í hávegum haft.

Þínar áskoranir eru okkar fag:

  • Upplýsingaöryggi ISO27001
  • Uppitími
  • Svartími
  • Örugg afritun og endurheimt gagna
  • Persónuverndarlögin

Við veitum ykkur öruggt rekstrarumhverfi fyrir allan miðlægan tölvubúnað og önnumst rekstur á vinnustöðvum og öðrum tölvubúnaði.

Leyfðu okkur að hafa samband við þig til að spjalla, smelltu hér

Gagnaöryggi í fyrirrúmi

Öryggisráðgjafar Þekkingar leggja mikla áherslu á að verja öll kerfi fjármálafyrirtækja gagnvart utanaðkomandi aðilum og stýra aðgengi þeirra sem starfa innan hvers fjármálafyrirtækis eftir hlutverki hvers og eins. Allur ykkar tölvubúnaður sem tengist miðlægum kerfum er settur upp þannig að hægt sé að hámarka uppitíma. Við byggjum upp tvöfalt kerfi til að koma í veg fyrir að kerfið stöðvist þó einn hluti kerfisins stöðvist.

Nákvæm aðgangsstýring að skjölum og gögnum

Við hjálpum þér að stýra mjög nákvæmlega hvaða starfsfólk hefur heimild til að nálgast gögn og hvað það má gera við þau, t.d. hvort hægt sé að dreifa skjalinu eða prenta það.

Office 365 uppsetning og aðstoð

Með aðgangi að Office 365 fáið þið aðgang að öllum helstu hugbúnaðarlausnum Microsoft á föstu mánaðargjaldi fyrir hvern notanda. Þannig kemst þú á öruggan hátt í gögnin þín hvar og hvenær sem er. Lausnirnar eru hýstar af Microsoft en sérfræðingar okkar aðstoða þig við að setja kerfin upp og kenna þér á notkun þeirra.

Tölvuaðstoð fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja

Við veitum ykkur aðstoð í gegnum þjónustuborð og/eða veitum þjónustu á skrifstofunni ykkar.

Ný persónuverndarlög sem ná yfir upplýsingar um viðskiptavini og starfsfólk

Reglur um persónuvernd eru stöðugt að verða strangari og flóknari að uppfylla. Sérfræðingar Þekkingar fara markvisst í gegnum alla þætti sem snúa að persónuvernd og upplýsingum vistuðum hjá ykkur. Ný persónuverndarlög auka réttindi einstaklinga. Mikilvægt er fyrir stofnanir og fyrirtæki að þekkja hvaða persónuupplýsingar þau eru að vinna með, hvernig þeirra er gætt og hvað má gera með þær upplýsingar.

Þekking veitir ykkur aðstoð á öllum stigum greiningar, við val á leiðum og innleiðingum ásamt eftirliti og rekstri kerfa sem tryggja upplýsingaöryggi hjá ykkur.

Hafðu samband í síma: 460 3100 eða með tölvupósti thekking@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.