icon

Framleiðslufyrirtæki

Þú framleiðir ekki upplýsingatækni, af hverju ættir þú að þurfa að hugsa um hana? Hjá framleiðslufyrirtækjum er hönnun og hugverk oft verðmætasta eignin.

Hvar geymir þú þínar verðmætustu upplýsingar ? Eru þær vel geymdar og alltaf aðgengilegar ?

Svona lítur þetta út fyrir okkur

Einbeitt þú þér að því sem þú ert best/ur í. Á meðan við einbeitum okkur að því sem við gerum best: að reka og þróa þitt upplýsingatækni umhverfi.

Við bjóðum upp á:

  • Örugga hýsingu á gögnum
  • Dulkóðun gagna
  • ISO 27001 upplýsingaöryggis vottun
  • Afritun sem fljótlegt og auðvelt er að nálgast
  • Hraða og persónulega þjónustu
  • Þjónustuborð og vettvangsþjónustu
  • Ráðgjöf og verkefnastýringu á öllum upplýsingatæknitengdum verkefnum

Leyfðu okkur að hafa samband við þig til að spjalla, smelltu hér.

Hámörkun uppitíma fyrir framleiðslufyrirtæki

Framleiðslu ykkar er sífellt meira stýrt í gegnum tölvubúnað og því mjög mikilvægt að tryggja uppitíma og lágmarka áhættu á framleiðslustöðvun.

Þar komum við sterk inn. Með skipulögðum hætti kortleggjum við tölvukerfið og vinnum markvisst gegn því að ein tölva geti stöðvað framleiðsluna.

Vettvangsþjónusta

Með reglulegum heimsóknum til ykkar og eftirliti tryggja sérfræðingar okkar öruggt tölvuumhverfi.

Saman finnum við hvernig nauðsynlegt er að haga vettvangsþjónustu til að fara yfir allan ykkar tölvubúnað.

Office 365 uppsetning og aðstoð

Með aðgangi að Office 365 fáið þið aðgang að öllum helstu hugbúnaðarlausnum Microsoft á föstu mánaðargjaldi fyrir hvern notanda. Það einfaldar almenna skrifstofuvinnu til muna og þú kemst á öruggan hátt í gögnin þín hvar og hvenær sem er. Lausnirnar eru hýstar af Microsoft en sérfræðingar okkar aðstoða þig við að setja kerfin upp og kenna þér á notkun þeirra.

Hafðu samband í síma: 460 3100 eða með tölvupósti thekking@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.