icon

Sérfræðiþjónusta og ráðgjöf

Ertu að veita sérfræðiþjónustu og vilt hafa tölvuumhverfið þitt í öruggum höndum? Við veitum lausnir sem miða að þörfum þínum.

Sérfræðingar Þekkingar aðstoða þig við að byggja upp tölvuumhverfi sem hentar þínum þörfum og annast reksturinn á tölvukerfinu fyrir þig þannig að þú getir einbeitt þér að þinni kjarnastarfsemi.

Sérlausn fyrir sérfræðinga innifelur þessa lykilþætti:

 • Rekstur á tölvum
 • Hýsingu á miðlægum kerfum og gögnum
 • Skýjalausnir eins og við á í hverju tilfelli
 • Notendaþjónustu
 • Aðstoð frá sérfræðingum í þjónustuveri
 • Örugga afritunartöku og endurheimt gagna

Leyfðu okkur að vera þínir sérfræðingar í tölvumálum svo þú getir einbeitt þér að því að vera sérfræðingur á þínu sviði

Meðal sérfræðinga sem Þekking hefur byggt upp tölvukerfi fyrir og séð um daglegan rekstur eru:

 • Lögfræðistofur
 • Verkfræðistofur
 • Teiknistofur
 • Læknar
 • Tannlæknar

Leyfðu okkur að hafa samband við þig til að spjalla, smelltu hér.

Gögnin þín eru örugg og aðgengileg

Við sjáum um að öll gögn séu á einum stað. Og að þau séu afrituð með öruggum hætti. Þú vilt geta nálgast gögnin hvar sem er og hvenær sem er í gegnum margskonar tæki eins og fartölvu, snjallsíma, spjaldtölvu o.s.frv. Við græjum það!

Tölvupósturinn

Veldu hvaða tölvupóstþjónustu sem hentar þér eða fáðu ráðgjöf um hvort þú eigir að velja Gmail eða Outlook. Við setjum allt upp og göngum úr skugga um að þú getir nálgast tölvupóstinn þegar þú vilt.

Office 365

Ef þú notar Office pakkann í þinni daglegu vinnu erum við með teymið til að koma ykkur upp í skýjaumhverfi Microsoft. Við getum hjálpað þér og ráðlagt í hverju skrefi. Allt frá hugmyndavinnslu, skipulagningu, innleiðingu, kennslu til aðstoðar og viðveru í lok ferilsins. Við erum með menntaðan kennara á okkar vegum sem sinnir kennslu, ráðgjöf og eftirfylgni við innleiðingu á Office 365.

Fyrirtækið stækkar og notendum fjölgar

Það er fátt sem okkur hjá Þekkingu þykir skemmtilegra en að styðja við bakið á þér, þegar fyrirtækið stækkar! Við getum sinnt umsjón með öllum notendum og aðgangi þeirra að gögnum og upplýsingum.

Aðgengi að sérfræðingum þegar þig vantar aðstoð

Vertu með öruggt aðgengi að sérfræðingum til að aðstoða þig þegar þú lendir í vandræðum. Hvort sem það ert þú eða samstarfsfólk þitt þá er hægt að fá aðstoð hjá sérfræðingum þegar þú lendir í vandræðum. Með hefðbundnum samningi hefur þú aðgengi að sérfræðingu á skrifstofutíma. En þú getur keypt aðgang að útkallsþjónustu sem er opin allan sólarhringinn.

Ný persónuverndarlög sem ná yfir upplýsingar um viðskiptavini og starfsfólk

Reglur um persónuvernd eru stöðugt að verða strangari og flóknari að uppfylla. Sérfræðingar Þekkingar fara markvisst í gegnum alla þætti sem snúa að persónuvernd og upplýsingum vistuðum hjá ykkur. Ný persónuverndarlög auka réttindi einstaklinga. Mikilvægt er fyrir stofnanir og fyrirtæki að þekkja hvaða persónuupplýsingar þau eru að vinna með, hvernig þeirra er gætt og hvað má gera með þær upplýsingar.

Þekking veitir ykkur aðstoð á öllum stigum greiningar, við val á leiðum og innleiðingum ásamt eftirliti og rekstri kerfa sem tryggja upplýsingaöryggi hjá ykkur.

Hafðu samband í síma 460 3100 eða með tölvupósti thekking@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.