icon

Sveitarfélög og skólar

Í flóknu umhverfi þarft þú að geta unnið á einfaldan hátt. Tækninni fleygir fram. Þú gerir þitt besta. En það er tímafrekt og dýrt að ná í skottið á nýjungum og þróun í upplýsingatækni.

Við færum þér möguleika á að ná stjórn og framþróun á sama tíma og kostnaði er stýrt.

Með innleiðingu nýrra lausna sem eru miðaðar að þínum þörfum má ná fram mikilli hagræðingu í rekstri svo og bættu vinnulagi.

Þú þarft að sjá til þess að þið fylgið með í samfélagi þar sem tæknilegar kröfur eru sífellt að aukast. Það þarf að passa að nemendur fái stafræna kennslu. Að netið virki. Að kennarar kunni á tæknina. Að allt gangi smurt fyrir sig.

Þetta þarf að gerast með litlum tilkostnaði og það þarf ekki að finna upp hjólið því við höfum gert þetta áður. Oft áður.

Lausnir sem henta fyrir sveitarfélög og skóla samanstanda af þessum grunnþáttum:

  • Skýjalausnum fyrir skólana
  • Rekstur á útstöðvum
  • Hýsingu og rekstri á miðlægum búnaði
  • Kennslu og ráðgjöf fyrir skýjalausnir í skólum
  • Verkefnastýringu og eftirliti með stærri upplýsingatækni verkefnum
  • Meðferð gagna og uppfylling persónuverndarlaga.

Við viljum létta þér lífið. Við veitum sveitarfélögum og skólum heildarþjónustu sem er byggð á gríðarlegri reynslu og miklum metnaði.

Leyfðu okkur að hafa samband við þig til að spjalla, smelltu hér.

Sveitarfélög og skólar eru með mjög fjölbreyttan rekstur, þar sem undirstaðan er að byggja upp tölvukerfi sem eru örugg og hagkvæm í rekstri. Hjá Þekkingu starfa sérfræðingar sem sérhæfa sig í uppbyggingu og rekstri tölvukerfa fyrir sveitarfélög og skóla. Kerfi, sem auðvelt er að aðlaga að þörfum og kröfum hvers og eins. Hafðu tölvuumhverfið þægilegt og vertu með allt á einum stað

Office 365

Viltu koma í skýið? Við getum hjálpað þér og ráðlagt í hverju skrefi. Allt frá hugmyndavinnslu, skipulagningu, innleiðingu, kennslu, til aðstoðar og viðveru í lok ferilsins. Við erum með menntaða kennara á okkar vegum sem sinna kennslu, ráðgjöf og eftirfylgni við innleiðingu á Office 365.

Rekstur á öllum tölvum

Dagleg verkefni í sveitarfélögum og skólum eru ótal mörg. Það getur verið áskorun fyrir tölvudeildina að sinna öllum verkefnum. Fer mikill tími hjá þér og samstarfsfólki þínu í að finna út úr því hvernig á að leysa hin ýmsu vandamál tengd upplýsingatækni? Með því að úthýsa rekstri til okkar getur þú jafnað kostnað í upplýsingatæknimálum. Við kunnum á búnaðinn og getum brugðist hratt við.

Á meðan þú og tæknifólkið þitt einbeitið ykkur að daglegum verkefnum, einbeitum við okkur að því að reka, viðhalda og sinna eftirliti með öllum tölvubúnaði og netkerfum.

Ný persónuverndarlög

Reglur um persónuvernd eru stöðugt að verða strangari og flóknari að uppfylla. Sérfræðingar Þekkingar fara markvisst í gegnum alla þætti sem snúa að persónuvernd og upplýsingum vistuðum hjá ykkur. Ný persónuverndarlög auka réttindi einstaklinga. Mikilvægt er fyrir stofnanir og fyrirtæki að þekkja hvaða persónuupplýsingar þau eru að vinna með, hvernig þeirra er gætt og hvað má gera með þær upplýsingar.

Þekking veitir ykkur aðstoð á öllum stigum greiningar, við val á leiðum og innleiðingum ásamt eftirliti og rekstri kerfa sem tryggja upplýsingaöryggi hjá ykkur.

Hafðu samband í síma 460 3100 eða með tölvupósti thekking@thekking.is og við setjum upp réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.