icon

Atvinna

Viltu bætast í hópinn?

Þekking er sífellt í leit að hæfileikaríku fólki sem hefur áhuga á að starfa í ört vaxandi fyrirtæki með áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki. Áhugasömum er bent á að senda inn almenna umsókn með því að senda kynningu og ferilskrá á netfangið atvinna@thekking.is

Að starfa hjá Þekkingu

Starfsfólk okkar vinnur fjölbreytt störf og því er bakgrunnur þeirra ólíkur, allt eftir hvernig störfum það sinnir. Um helmingur starfsfólks okkar er með háskólamenntun að baki en við nýráðningar er horft til reynslu og persónueinkenna fólks.

Við leggjum mikið upp úr skipulegri móttöku nýliða þar sem starfsfólki er kynnt fyrirtækið, starfsemi þess og gerð skýr grein fyrir sínum réttindum, skyldum og ábyrgð. Þjónustufyrirtæki eins og okkar er einungis eins gott og fólkið sem hjá okkur starfar. Við leggjum því mikla áherslu á að ráða hæft starfsfólk og tryggja ánægju þess í starfi.

Stefna okkar er að skapa gott og krefjandi starfsumhverfi sem laðar að sér hæft og metnaðarfullt starfsfólk. Hjá okkur er starfandi öflugt starfsmannafélag sem stendur fyrir hinum ýmsu uppákomum yfir árið. Við hvetjum og styrkjum okkar starfsfólk til íþróttaiðkunar og starfsfólk hefur aðgang að glæsilegu tómstundarými til að dreifa huganum á milli verkefna.