icon

Saga Þekkingar

Fyrirtækið Þekking hf. var stofnað þann 1. nóvember 1999 af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, með aðsetur á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað upp úr tölvudeild KEA sem var sett á fót árið 1974. Þekking á sér því langa sögu miðað við fyrirtæki á þessu sviði.

Gífurlegar breytingar urðu í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna í kringum síðustu aldamót sem höfðu m.a. áhrif á rekstur Kaupfélags Eyfirðinga eins og mörg önnur fyrirtæki. Ráðist var í viðamikla fyrirtækja­væðingu einstakra deilda félagsins og má þar á meðal nefna sjávarútvegsfyrirtækið Snæfell, Sjöfn og Kaffibrennslu Akureyrar. Hluti af þessari þróun var stofnun Þekkingar í samvinnu við Íslenska hugbúnaðarsjóðinn.

Frá þessum tíma hefur Þekking eflst enn frekar og þann 1. maí 2001 sameinaðist fyrirtækið við Tristan ehf. sem var stofnað í ágúst 1996 og sérhæfði sig á sviði tölvuþjónustu og ráðgjafar.  Fyrrum starfsemi Tristan myndaði kjarnann í því sem varð starfsstöð Þekkingar á höfuðborgar­svæðinu með aðsetur í Kópavogi.  Saman mynduðu félögin síðan eitt öflugt fyrirtæki með þjónustu um allt land á sviði kerfisveitu, hýsingar og rekstrarþjónustu undir nafninu Þekking hf.

Þekking hf. er í eigu KEA og eignarhalds­félagsins Fjöru, sem er í eigu nokkurra fjárfesta.