UM ÞEKKINGU

Þekking hf. er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Hjá fyrirtækinu starfa ríflega 60 manns og starfsstöðvar eru á tveimur stöðum á landinu, á Akureyri og í Kópavogi. Þekking sérhæfir sig í rekstri og ráðgjöf auk þess að bjóða fyrirtækjum kerfisleigu, hýsingu, internetþjónustu og gagnaflutninga ásamt margs konar sérlausna, ráðgjöf og kennslu. 

Kennitala

411199-2749

VSK-númer

64209

Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri

GILDIN OKKAR

FAGMENNSKA

Við leggjum ríka áherslu á að búa yfir besta mögulega mannauð. Starfsfólkið okkar hefur mikla reynslu, metnað og vilja til að aðstoða þig við að ná lengra og meiri árangri.

FRUMKVÆÐI

Við leggjum metnað okkar í að byggja upp langtíma viðskiptasambönd þar sem þekking okkar á þínum rekstri gefur okkur tækifæri til að hjálpa þér við að móta rekstur þinn til framtíðar. 

ÁREIÐANLEIKI

Við erum alltaf til staðar fyrir þig, hvort sem þig vantar ráðgjöf, vörur eða þjónustu.

LIPURÐ

Við erum sveigjanleg og mætum þínum þörfum með lipurri og snöggri þjónustu. Okkar áhersla er á þínum hagsmunum. 

SAGAN OG UPPHAF ÞEKKINGAR

Saga og upphaf Þekkingar nær aftur til 1. nóvember 1999 þegar fyrirtækið Þekking hf. var stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum, með aðsetur á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað upp úr tölvudeild KEA sem var sett á fót árið 1974. Þekking á sér því langa sögu miðað við fyrirtæki á þessu sviði.


Gífurlegar breytingar urðu í atvinnu- og viðskiptalífi landsmanna í kringum síðustu aldamót sem höfðu m.a. áhrif á rekstur Kaupfélags Eyfirðinga eins og mörg önnur fyrirtæki. Ráðist var í viðamikla fyrirtækjavæðingu einstakra deilda félagsins og má þar á meðal nefna sjávarútvegsfyrirtækið Snæfell, Sjöfn og Kaffibrennslu Akureyrar. Hluti af þessari þróun var stofnun Þekkingar í samvinnu við Íslenska hugbúnaðarsjóðinn.


Frá þessum tíma hefur Þekking eflst enn frekar og þann 1. maí 2001 sameinaðist fyrirtækið við Tristan ehf. sem var stofnað í ágúst 1996 og sérhæfði sig á sviði tölvuþjónustu og ráðgjafar. Fyrrum starfsemi Tristan myndaði kjarnann í því sem varð starfsstöð Þekkingar á höfuðborgarsvæðinu með aðsetur í Kópavogi.  


Á haustmánuðum 2023 keyptu Wise lausnir ehf. allt hlutafé í Þekkingu og eru núverandi eigendur fyrirtækisins. Sameinað fyrirtæki er í fremstu röð í hugbúnaðar- og rekstrarlausnum og býður breitt úrval lausna og þjónustu.


Share by: