Nýtt gagnaver á Akureyri

Jóhannes Stefánsson • Feb 07, 2024

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth

Þekking hefur samið við atNorth um að nýta gagnaver þeirra á Akureyri. Hýsingarumhverfi Þekkingar á Akureyri, sem hefur verið rekið óslitið frá stofnun félagsins, verður lokað og allur búnaður fluttur í gagnaver atNorth.

 

Þekking hefur frá árinu 2001 rekið tvöfalt hýsingarumhverfi sem er landfræðilega aðskilið. Flutningur í gagnaver atNorth felur ekki í sér breytingu á því, en það uppfyllir allar öryggiskröfur enda byggt í samræmi við ítrustu staðla m.a. Tier 3.

 

„Þetta er eðlilegt skref í þróun félagsins,” segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. „Það hentar ekki lengur að reka eigin hýsingu og við teljum okkur geta veitt betri og öruggari þjónustu við okkar viðskiptavini með því að flytja búnaðinn til atNorth. Við stefnum svo á að flytja hýsingu Þekkingar í Kópavogi inn í gagnaver síðar á árinu,” bætir hann við.

Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
By Stefán Jóhannesson 20 Jul, 2023
Reykjavík, 20.júlí 2023 – Upplýsingatæknifyrirtækið Wise, sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta, hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Þekkingar, sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana.
Fleiri fréttir
Share by: