Sjálfbærni í upplýsingatækni

Þátttaka fyrirtækja skiptir miklu máli og er Þekking markvisst að stíga framfaraskref þegar kemur að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Þetta á ekki einungis við um starfsemi fyrirtækisins heldur einnig með þeirri vitundarvakningu sem starfsfólk tekur með sér heim og hefur jákvæð áhrif á þeirra ákvarðanatöku og nánasta umhverfi.

Helstu tækifæri í sjálfbærni fyrir Þekkingu

Fyrirtæki geta snert misdjúpt á málefnum sjálfbærni eftir eðli starfsemi þeirra. Þegar litið er á flokkana þrjá sem sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð leggur helst áherslu á, þá lítum við á eftirfarandi lykilorð sem okkar helstu tækifæri til þess að hafa áhrif.

Umhverfismál

Nýting búnaðar 

Eyðing búnaðar 

Umhverfisvæn orkunýting 

Meðhöndlun gagnamagns 

Kolefnisjöfnun


Félagslegir þættir

Jafnrétti í tækifærum og kjörum 

Jafnvægi vinnu og einkalífs 

Heilsa og vellíðan


Efnahagsmál

Upplýsingaleki 

Gagnarán


Sem fyrirtæki í upplýsingatækni að þá er ljóst að í umhverfismálum vegur þungt hvernig nýtingu á búnaði er háttað sem og eyðingu hans en annar þáttur er ekki jafn sýnilegur og á það til að gleymast en það snýr að meðhöndlun gagnamagns. Því meira gagnamagn sem er notað, því meira gagnamagn er vistað og þá oftar en ekki í gagnaverum sem fer fjölgandi um heim allan sem knúin eru misumhverfisvænni orku.

Þekking hefur þar tækifæri til þess að hafa mikil áhrif á viðskiptavini og birgja með fræðslu. Kolefnisjöfnun fótspora okkar (Kolviður.is) er eitt okkar verkfæra til þess að bregðast við okkar áhrifum en við höldum áfram að gera betur þegar kemur að okkar heildarkolefnisfótspori.

Heimsmarkmiðin og Þekking

Þekking hefur innleitt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og vinnur þannig að því að gera Ísland og heiminn allan að betri stað til að búa og starfa í.

Árangur og leiðin fram á við

Árangur Þekkingar einskorðast ekki eingöngu við niðurstöður mælikvarðanna. Við erum meðvituð um þau áhrif sem okkar ákvarðanir, skilaboð og gjörðir hafa á starfsfólk, viðskiptavini og birgja. Þar liggja mikil verðmæti sem smám saman síast inn í samfélagið og sýnir hversu mikilvæg virk þátttaka fyrirtækja er þegar kemur að sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð.


Þekking er stolt af því að taka virkan þátt í að gera betur!

Share by: