Öryggisvakt tölvukerfa


Tæki eins og fartölvur, borðtölvur, snjallsímar, netþjónar og jafnvel sýndarumhverfi eru opin fyrir netárásum.

Veist þú hvað er að gerast í tölvukerfinu?

Líkt og er með notendabúnað og netþjóna eru vinsæl skýjaforrit eins og Microsoft 365® og Azure® AD viðkvæm fyrir háþróuðum tölvupóstárásum. Því er mjög mikilvægt að greina og þekkja óeðlilega virkni í tölvukerfum til að stöðva ógnir áður en þær koma notendum og gögnum í hættu.


Með framúrskarandi öryggislausn er þitt tölvukerfi með mannaða öryggisvakt allan sólarhringinn. Þannig má koma í veg fyrir rekstrar- og fjárhagstjón af völdum netþrjóta og óværa.


Taktu þátt í baráttunni gegn tölvuþrjótum.

Hafðu samband og fáðu frían prufu aðgang.

Senda fyrirspurn

Viðamikil öryggisvakt

Kerfið er hannað til að þekkja í rauntíma þúsundir vírusa og spilliforrita eins og gíslatökuhugbúnað og greina fljótt undirrót hegðunar með því að nema það skemmdarverk sem er í gangi hverju sinni á gögnum og kerfisstillingum.



Fjölþætt öryggisvöktun

Við vöktum þín kerfi og tæki, skoðum öryggisatvik og bregðumst við. Kerfið er hannað sem viðbót við Microsoft skýið eins og Microsoft 365®, Azure AD og OneDrive. Hægt er að læsa skýjagögnum þínum í skýinu og halda þeim þannig öruggum.


Viðamikið eftirlit

Með hjálp 150 manna vöktunarhóp (24/7 SOC), þar sem stöðugt er fylgst með hvers kyns frávikum á netinu og óvenjulegri hegðun notenda allan sólarhringinn má greina og draga verulega úr áhættu og einnig bregðast við ógnum.

Búnaður aftur í virkni

Þegar árás greinist getur kerfið sjálfkrafa afturkallað skrár í fyrri „öruggar“ útgáfur með því að rekja breytingar á tækjunum og koma þeim aftur í ásættanlegt ástand.

Share by: