Wise kaupir Þekkingu

Stefán Jóhannesson • Jul 20, 2023

Reykjavík, 20.júlí 2023 – Upplýsingatæknifyrirtækið Wise, sem sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta, hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Þekkingar, sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Með kaupunum verður til eitt af öflugri fyrirtækjum í upplýsingatækni á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og yfir 4 milljarða sameiginlega veltu. Kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.


Wise hefur lengi verið framarlega í sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Á undanförnum árum hefur Wise bæði breikkað vöruframboð sitt og fært sínar lausnir í skýjaþjónustur sem hefur kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum.


Þekking hefur á móti verið framarlega í rekstri tölvukerfa og öryggismálum um árabil og boðið viðskiptavinum upp á trygga og áreiðanlega þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns á Akureyri og í Kópavogi.




„Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“

 - Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise.


„Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins “



 - Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar.

Hýsingarumhverfi flutt í nýtt gagnaver atNorth
By Jóhannes Stefánsson 07 Feb, 2024
Hýsingarumhverfi Þekkingar hefur verið flutt í nýtt gagnaver atNorth.
Þú hefur orðið fyrir tölvuárás
By Steingrímur Fannar Stefánsson 06 Nov, 2023
Þegar stutt er liðið á símtalið finnur þú að hjartslátturinn er á fullu, hitinn í andlitinu að verða óbærilegur og stress-hnútur heltekur líkamann. Þú hefur orðið fyrir tölvuárás! Eina sem þú hugsar um er hvernig nærðu verðmætunum til baka, hvert verður tjónið?
By Steingrímur Fannar Stefánsson 04 Oct, 2023
Ekki leynist það nokkrum að á stafrænum tímum er ekki valkostur að vernda fyrirtæki gegn stanslausu áhlaupi netógna, það er nauðsyn. Smelltu hér til að lesa meira.
Fleiri fréttir
Share by: